Fínustu höl og fallegur makríll

Makríllinn er í góðu standi, segja sjómenn.
Makríllinn er í góðu standi, segja sjómenn. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Við blásum alveg á spádóma um það. Við höfum ekkert séð sem gefur til kynna að ekki verði góð makrílvertíð, þvert á móti byrjar vertíðin vel hjá okkur,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á Álsey VE-2, um byrjun makrílvertíðarinnar, en sumir höfðu spáð því að makríllinn kæmi ekki í ár.

Makríll hefur veiðst undanfarna daga við Eyjar. Einnig er byrjað að leita fyrir austan land en vertíðin virðist byrja seinna þar en oft áður.

Álsey var nýkomin á miðin undir kvöld í gær, þegar rætt var við Jón, og var nýbúið að kasta. Veður var leiðinlegt þannig að Jón hélt sig inni á Grindavíkurdýpi, að því er fram kemur  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert