Gunnar Bragi 200 daga erlendis

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Utanlandsferðir Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í embættiserindum á tímabilinu frá maí 2013 og fram í maí 2015 eru samanlagt 46. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn frá Katrínu Júlíusdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar. Þar af voru 11 ferðir árið 2013, 25 ferðir á síðasta ári og tíu ferðir það sem af er þessu ári.

Ennfremur kemur fram í svarinu að fylgdarmenn utanríkisráðherra á ferðum hans erlendis hafi verið á bilinu 1-4 og lengd ferðanna 1-11 dagar. Tvö tilefni voru fyrir lengstu ferðinni. Annars vegar utanríkisráðherrafundur NATO í Brussel og hins vegar vinnuheimsókn til Kína. Heildarkostnaður af ferðalögum utanríkisráðherra er á sjötta tug milljóna króna en fyrirvari er í svarinu um að reikningsskilum sé ekki að fullu lokið vegna allra ferðanna. Samtals náðu ferðirnar yfir 202 daga.

Svar utanríkisráðherra í heild

Fréttir mbl.is:

Bjarni erlendis í 39 daga

Ragnheiður erlendis í 84 daga

Verið tvo mánuði erlendis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert