Heitavatnslaust í Fossvogi

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Nú stendur yfir viðgerð á stofnæð í Fossvogi og verður heitavatnslaust í dag, mánudag 29. júní. Búist er við að heitt vatn verði komið aftur á klukkan 18, segir í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Lokunin er umfangsmeiri en áætlað var og nær einnig til Hæðargarðs, Hólmgarðs, Bústaðavegar, Furugerðis og Espigerðis.

Heitu vatni verður aftur komið á eins fljótt og auðið er, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert