Kjaraviðræður settar á ís

Sjúkraliðar eiga ósamið við ríkið.
Sjúkraliðar eiga ósamið við ríkið. mbl.is/Golli

Kjaraviðræður SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna hjá ríkissáttasemjara hafa nú verið settar á bið. Viðræðurnar halda áfram í ágúst en félögin eru í samfloti í viðræðum við ríkið. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, segir að þetta hafi verið ákveðið á föstudaginn. Hún telur að sú ákvörðun tengist ekki öðrum viðræðum hjá embættinu, heldur að einfaldlega þurfi að taka þar sumarfrí eins og annarsstaðar.

„En það var gengið frá því að þessi ákvörðun myndi ekki vinna gegn okkur, þ.e. varðandi tíma samningsins þegar að því kemur,“ segir Kristín í samtali við mbl.is.

Eins og áður hefur komið fram ákvað samn­inga­nefnd SFR stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu, Sjúkra­liðafé­lags Íslands (SLFÍ) og Lands­sam­bands lög­reglu­manna í byrj­un júní­mánaðar að vísa viðræðum um end­ur­nýj­un kjara­samn­inga fé­lag­anna við ríkið til rík­is­sátta­semj­ara. Samn­ingsaðilar höfðu fundað síðan í mars og töldu full­trú­ar samn­inga­nefnd­ar fé­lag­anna full­reynt að ná samn­ingi án milli­göngu rík­is­sátta­semj­ara. Fé­lög­in, sem eru í sam­floti, lögðu fram sam­eig­in­lega kröfu­gerð í mars síðastliðnum. Þau eru stærstu fé­lög­in inn­an BSRB sem semja við ríkið og hóp­ur­inn sem samið verður fyr­ir tel­ur rúm­lega 5.200 manns.

Að sögn Kristínar verður reynt að nýta tímann þangað til viðræður hefjast að nýju. Hún getur þó ekki sagt til um hvað verði hægt að gera á þeim tíma. „Í dag erum við á fundi með Reykjavíkurborg og ég býst nú við að það verði óskað eftir sambærilegri frestun þar. Við höfum fundað með borginni í nokkur skipti og það er nokkuð sýnilegt að Reykjavíkurborg bíður eftir ríkinu.“

Eins og áður kom fram eru SLFÍ, SFR og Landssamband lögreglumann í samfloti í viðræðunum við ríkið. Síðan er SLFÍ og SFR í samfloti þegar það kemur að viðærðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Kristín telur að viðræður við SFV hefjist jafnframt að nýju í ágúst en búið er að ræða viðræðuáætlun í þeim viðærðum.

Að sögn Kristínar hefur ekki komið upp umræða um að borða verkfall. „Við skoðum bara hvernig þetta lítur út í ágúst og metum stöðuna í framhaldi af því.“

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert