Neyðarástand ekki skapast

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Golli

Viðbrögð velferðarráðuneytisins við þeirri stöðu sem upp er komin vegna uppsagna heilbrigðisstarfsmanna tekur mið af mati sem unnið er innan heilbrigðisstofnananna og þá einkum og sér í lagi Landspítalans vegna vægis hans innan heilbrigðiskerfisins.

Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Helga Hjörvar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Spurði hann ráðherrann með hvaða hætti ráðuneyti hans ætlaði að bregðast við þeirri stöðu sem væri komin upp.

Kristján sagði að farið hefði verið yfir málið með Landspítalanum. Vitnaði ráðherrann til orða Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, þess efnis að Páll teldi ekki ástæðu til að líta svo á að um neyð væri að ræða. Ekki væri rétt að móta sérstaka áætlun í þessum efnum fyrr en ljóst væri hversu margar af þessum umsögnum yrðu að veruleika.

Ömögulegt væri að leggja mat á það á þessum tímapunkti. Um 200 hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp störfum til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert