Sumar bæjarhátíðir draga saman seglin

Mærudagar hafa farið vaxandi síðustu ár. Núna fer hátíðin aftur …
Mærudagar hafa farið vaxandi síðustu ár. Núna fer hátíðin aftur til uppruna síns sem héraðshátíð. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Flestir myndu halda að eitt helsta kappsmál smábæja sé að halda stærstu og flottustu bæjarhátíðina. Ekki virðist það vera þróunin í öllum sveitarfélögum, til dæmis á Húsavík.

Í ár verða Mærudagar styttir í Mærudag á Húsavík þann 25. júlí. Formleg dagskrá hátíðarinnar verður því aðeins í einn dag. Bæjarbúum finnst hátíðin orðin of stór í sniðum og sakna gömlu góðu „lókal“ hátíðarinnar. Erfitt þótti að fullnýta sviðið bæði kvöldin og Norðurþing skar fjárveitingar til hátíðarinnar niður um helming. Verður því hátíðin auglýst minna í ár en áður og formleg dagskrá minni, að því er fram kemur í umfjöllun um bæjarhátíðir í Morgunblaðinu í dag.

Heiðar Hrafn Halldórsson, forstöðumaður Húsavíkurstofu, segir mjög stóran hluta bæjarbúa hafa verið óánægðan með stærð hátíðarinnar. „Þetta hefur verið með mjög svipuðu sniði lengi og mér fannst ég vera farinn að skynja ákveðna deyfð, fólk var farið að hafa minni áhuga á þessu. Svo fengum við einnig helmingi minni fjárstyrk frá sveitarfélaginu en áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert