Um 200 óku of hratt á Bíladögum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á Norðurlandi eystra naut aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við sérstakt umferðareftirlit á Bíladögum á Akureyri sem fram fóru fyrir rúmri viku. Tæplega 200 ökumenn voru myndaðir fyrir að aka of hratt, segir í færslu á facebooksíðu lögreglunnar.

Færslan í heild:

„Eins og við kynntum í aðdraganda Bíladaga nú í júní þá fengum við aðstoð frá LRH á meðan þeim stóð sem fólst í því að hingað kom ómerktur lögreglubíll með hraðamyndavél sem margir þekkja. Var bíllinn mest notaður hér innanbæjar á Akureyri en einnig á leiðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Nú liggur fyrir að þó nokkrir fá sent til sín innheimtubréf á næstu dögum því að tæplega 200 ökumenn voru myndaðir fyrir að aka of hratt. Biðjum við því ökumenn að gæta að sér og virða þær hraðareglur sem í gildi eru hverju sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert