Undir áhrifum og réttindalaus

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns á öðrum tímanum í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

Bifreið ökumannsins var stöðvuð á Breiðholtsbraut á öðrum tímanum í nótt en skömmu áður hafði verið tilkynnt um bifreiðina á miklum hraða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Í ljós kom við at­hug­un að ökumaður­inn reynd­ist einnig hafa verið svipt­ur öku­rétt­ind­um og hefur ítrekað verið stöðvaður í akstri eftir sviptingu.

Þá var annar ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi seint í gærkvöldi eftir að hafa mælst á 118 km hraða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Auk þess voru tvö ungmenni handtekin á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa verið gripin við veggjakrot í austurborginni við Kringluna. Ungmennin, maður og kona, voru færð á lögreglustöð til skýrslutöku og voru síðan látin laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert