Vesturland áfram í sólbaði

Veðurspáin kl. 16 í dag.
Veðurspáin kl. 16 í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Í dag spáir Veðurstofan allt að 20 stiga hita. Hlýjast verður á Vesturlandi en um 18 stig á höfuðborgarsvæðinu. Áfram verður hlýtt í veðri út vikuna, dálítil rigning verður um mestallt landið á miðvikudag en næstu helgi er spáð allt að 22°C.

Veðurspáin næsta sólarhring fyrir allt landið er þessi: Austan og norðaustan 5-13 m/s. Bjartviðri vestan- og norðvestalands, en dálítil rigning eða súld með köflum sunnan- og austantil á landinu. Vaxandi norðaustanátt á morgun með rigningu sunnanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi, en 6 til 10 stig við A-ströndina.

Á höfuðborgarsvæðinu verður austlæg eða breytileg átt,  3-8 m/s, skýjað með köflum og líkur á smáskúrum síðdegis. Norðaustan 5-10 og bjartviðri á morgun. Hiti 12 til 18 stig.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Spáin næstu daga um allt land er þessi:

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-15 m/s, hvassast við suðausturströndina og norðvestantil. Bjartviðri um landið vestanvert, en skýjað og dálítil þokusúld austanlands. Hvessir og fer að rigna sunnan- og austanlands seinnipartinn. Hiti frá 8 stigum austast, upp í 18 stig á Vesturlandi.

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, en annars hægari austlæg átt. Dálítil rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið norðaustanlands seinnipartinn. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10, skýjað en úrkomulítið. Áfram milt í veðri.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt. Dálítil rigning sunnan- og austanlands og hiti 8 til 13 stig, en víða bjart á Vestur- og Norðurlandi og hiti 12 til 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert