Ýmislegt leynist undir lögum af gólfefnum og málningu

Gamli spítalinn er virðulegt hús við aðalgötuna á Patreksfirði. Því …
Gamli spítalinn er virðulegt hús við aðalgötuna á Patreksfirði. Því verður komið í upprunalegt horf. Ljósmynd/Rebekka Hilmarsdóttir

„Þeir sem voru á undan okkur hafa notað nokkur lög af efni, hvert ofan á annað. Það eru mest fimm lög af gólfefnum í einu herbergi. Nú erum við komin í gömlu gólffjalirnar og gamla panelinn. Þar leynist ýmislegt undir.“

Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur í Morgunblaðinu í dag en hún er ásamt manni sínum, Erni Hermanni Jónssyni, byrjuð að gera upp Gamla spítalann á Patreksfirði.

Húsið við Aðalstræti 69, Gamli spítalinn, var byggt um aldamótin 1900, stórt og virðulegt hús, alls um 248 fermetrar. Örn og Rebekka keyptu húsið í haust og hafa verið að undirbúa viðgerðir. Þau hafa það að markmiði að færa það í upprunalegt horf, án þess þó að merki um aldur þess og notkun verði með öllu afmáð. Þau ætla sér að vinna sem mest í því sjálf og þá kemur sér vel að Örn er húsasmiður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert