Afgreiða á hátt í 70 þingmál

Makrílfrumvarpi Sigurðar Inga (t.h.) er frestað til haustsins.
Makrílfrumvarpi Sigurðar Inga (t.h.) er frestað til haustsins. mbl.is/Styrmir Kári

Stefnt er að því að afgreiða á sjöunda tug þingmála í vikunni þannig að þingi verði frestað í vikulok. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Nefndarfundir verða haldnir í þremur nefndum í dag og eldhúsdagsumræður fara fram annað kvöld. Þá er reiknað með að haftafrumvarpið verði rætt á fimmtudaginn og þingstörfum ljúki á föstudaginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt samkomulagi þingflokkanna á Alþingi, sem náðist síðastliðið sunnudagskvöld, á að afgreiða hátt í 70 mál fyrir þinglok. Þar af eru sex þingmannamál en þau varða notkun plastpoka, guðlast, fjarheilbrigðisþjónustu, lestarsamgöngur, skyldutryggingu lífeyrisréttinda og nálgunarbann vegna heimilisofbeldis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert