Engin höft á erlendum úttektum

Ferðamenn heimsækja Acropolis í Aþenu.
Ferðamenn heimsækja Acropolis í Aþenu. AFP

Grísk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau ítreka að þau höft sem komið hefur verið á í Grikklandi varðandi úttektir úr hraðbönkum gilda ekki um úttektir með erlendum greiðslukortum.

Þá ítrekar ráðuneyti ferðamála að það geri ekki ráð fyrir að yfirstandandi ástand muni valda ferðafólki óþægindum, hvorki á meginlandinu né eyjum ríkisins, þar sem nóg sé til af eldsneyti, vöru og þjónustu.

Innlendar úttektir úr hraðbönkum hafa verið takmarkaðar við jafnvirði 8.800 íslenskra króna á dag, en erlendir korthafar geta tekið út fé sem nemur þeirri hámarksupphæð sem skilmálar viðskiptabanka þeirra kveða á um.

Utanríkisráðuneyti Þýskalands hefur hins vegar bent ferðafólki á að taka með sér gjaldeyri inn í landið, þar sem óvissa ríki um hvort hraðbankar tæmast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert