ESA höfðar mál gegn Íslandi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að höfða mál gegn Íslandi þar sem tilskipun 2010/65 um skýrslugjöf varðandi flutninga á sjó hafi ekki verið innleidd hér á landi. Íslandi bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. maí 2014.

Fram kemur í fréttilkynningu frá ESA að markmiðið með tilskipuninni sé að einfalda og samræma stjórnsýslureglur vegna sjóflutninga.

„Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hefur Ísland verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur til að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert