Formleg rektorsskipti í HÍ í dag

Jón Atli Benediktsson ásamt eiginkonu sinni, Stefaníu Óskarsdóttur.
Jón Atli Benediktsson ásamt eiginkonu sinni, Stefaníu Óskarsdóttur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, tekur formlega við embætti rektors Háskóla Íslands af Kristínu Ingólfsdóttur, prófessor í lyfjafræði, í dag.

Rektorsskiptin eiga sér stað við formlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14.

Eftir setningu ahafnarinnar flytur Kristín kveðjuávarp og afhendir Jóni Atla, eftirmanni sínum, tákn rektorsembættisins. Að því loknu flytur Jón Atli einnig ávarp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert