Hugsanlega ólögmæt ríkisaðstoð

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur hafið rannsókn á því hvort leiga Reykjavíkurborgar á landi í Gufunesi til Íslenska gámafélagsins hafi falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ESA að stofnunin hafi efasemdir um að leigusamningur á milli Reykjavíkurborgar og Íslenska gámafélagsins hafi tekið mið af markaðsaðstæðum í kjölfar þess að málið var tekið til skoðunar. ESA hafi hafið skoðun á málinu í kjölfar kvörtunar.

„Til að skera úr um hvort um ríkisaðstoð er að ræða þarf ESA að meta hvort einkaaðili hefði á markaðsforsendum gert samning með sömu skilmálum og Reykjavíkurborg gerði. Ef það er ekki raunin, geta umræddir samningar falið í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins,“ segir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert