Hvalverkun hefst í kvöld eða nótt

Langreyður skorin í Hvalfirði. Myndin er úr safni.
Langreyður skorin í Hvalfirði. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skip Hvals hf. hafa veitt tvær langreyðar og koma þau til Hvalfjarðar til verkunar í kvöld eða nótt, samkvæmt heimildum mbl.is. Hvalirnir eru þeir fyrstu sem veiðast á vertíð þess árs. Fyrirtækið hefur leyfi til að veiða 154 langreyðar á ári auk vannýtts kvóta frá fyrra ári.

Í fyrra veiddu skip Hvals hf. 137 langreyðar en 134 árið áður. Veiðarnar eru umdeildar en fulltrúar á þriðja tug dýraverndunarsamtaka rituðu Barack Obama Bandaríkjaforseta bréf fyrr í þessum mánuði þar sem hann var hvattur til að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert