Nakinn á hjóli í umferðinni

Auglýsingin með nakta hjólreiðamanninum í umferðinni er nú komin í dreifingu en hún er hluti af átaki á vegum FÍB þar sem fólk er hvatt til að taka tillit til hjólreiðafólks í umferðinni og er ætlað að sýna hversu berskjaldað hjólreiðafólk er innan um ökutækin á götunum. En hann vakti nokkra athygli þegar auglýsingin var tekin upp við Austurvöll og komst m.a. í fréttir.

Átakið sem nefnist: Hjól í huga, hefur það að markmiði að efla vitund ökumanna um hjólafólkið í umferðinni óvarða vegfarendur á reiðhjólum og vélhjólum. Auk þessa að gera auglýsinguna eru 50.000 límmiðar sem minna þátttakendur í umferðinni á mikilvægi þess að hafa hjólreiðafólk í huga.

Í tilkynningu segir:

„Myndbandið sýnir mann á reiðhjóli sem allir taka strax eftir vegna þess að hann er nakinn. Maður á hjóli á ekki að þurfa að vera nakinn til að aðrir vegfarendur taki eftir honum. En nektin undirstrikar jafnframt hversu viðkvæm hin óvarða manneskja er í umferðinni og hversu lítið má út af bera til að hún verði fyrir líkams- eða jafnvel fjörtjóni. Þetta skyldu ökumenn hafa í huga, en líka og ekki síður hjólreiðamennirnir sjálfir.

Upphaflega fæddist hugmyndin að átakinu hjá breskum vegaþjónustutmanni, sarfsmanni AA, hins breska systurfélags FÍB. Vegaþjónustumaðurinn fékk hugmyndina að átakinu eftir að mótorhjólahjólamaður, kunningi hans, hafði látið lífið í umferðarslysi. AA stóð síðan að fyrsta Think Bike! umferðarátakinu sem hófst í marsmánuði í fyrra. Átakið vakta mikla athygli í Bretlandi og í framhaldinu tóku heimssamtök bifreiðaeigendafélaga, FIA hugmyndina upp á sína arma og styðja við Think Bike! herferðir um allan heim.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert