Staðfest að 4.600 ær drápust

Ærdauðinn er óútskýrður.
Ærdauðinn er óútskýrður. mbl.is/RAX

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal sauðfjárbænda á Bændatorgi Búnaðarstofu staðfesta að 4.639 ær hafa drepist í vetur af óútskýrðum ástæðum.

Aðeins 346 bændur sendu svör. Þótt búast megi við að flestir þeirra sem urðu fyrir mesta tjóninu hafi svarað er vitað að einhverjir bændur úr þeim hópi gerðu það ekki.

Eru þetta rúmlega tvöfalt fleiri ær en sömu bændur misstu á heilu ári, 2013-2014, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert