Stofnanir fara ekki að lögum um innkaup

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Mín skoðun er sú að ef opinber stofnun býður ekki út, þá er hún með of há fjárframlög vegna þess að í útboðum býðst að spara á sársaukalausan hátt.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar í Morgunblaðinu í dag, en nefndin hefur sent út bréf til ráðuneytanna um að hún telji að töluvert vanti upp á að stofnanir og ráðuneyti nýti sér hagræðingarmöguleika sem felast í endurbótum á innkaupa- og útboðsmálum.

„Sem dæmi má nefna að vísbendingar eru um að í 40% af innkaupum ríkisins sé verslað utan laga um opinber innkaup,“ segir í bréfinu en þar er þess farið leit við ráðuneytin að þau fari í umfangsmikla upplýsingaöflun um útboðsmál stofnana á þeirra vegum. Guðlaugur Þór bendir á að ef stofnanir telji sig ekki þurfa að versla á hagkvæman hátt þá hljóti fjárframlög að vera of há.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert