Þyrlan sækir tvo veika

Þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru í tvo sjúkraflug í dag, annars vegar til að sækja sjúkling til Ólafsvíkur og hins vegar til að flytja veikan mann af skipi austur af landinu.

Klukkan 09.35 var óskað eftir þyrlu til að ná í sjúkling í Ólafsvík. TF-Líf lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10.53 og lenti á flugvellinum á Rifi kl. 10.26. Hún kom aftur til Reykjavíkur kl. 11.10, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Klukkan 10.32 hafði fyrrnefnt skip samband, en maður um borð var veikur og var það mat læknis að hann þyrfti að komast á sjúkrahús. TF-Líf fór í loftið frá Reykjavík kl. 12.35 og TF-Gná var send til fylgdar. TF-Líf var kominn yfir skipið kl. 15.18 og var sjúklingurinn hífður um borð.

Klukkan 15.26 var haldið til Egilsstaða til að taka eldsneyti en klukkan 17.50 var lent við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli, þar sem sjúkrabifreið beið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert