Trönurnar reistar á ný

Trönurnar á Seltjarnarnesi fuku í óveðrinu í vetur en munu …
Trönurnar á Seltjarnarnesi fuku í óveðrinu í vetur en munu rísa á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiskitrönurnar á Seltjarnarnesi, sem urðu óveðrinu að bráð í vetur og fuku um koll, verða endurreistar.

Þær höfðu staðið í rúman áratug og þótti bæjarbúum og öðrum þær afbragðs bæjarprýði. Trönurnar stóðu á vestursvæðinu á Seltjarnarnesi, í ósnertri náttúru, einni þeirri síðustu á höfuðborgarsvæðinu.

Steinunn Árnadóttir, garðyrkjumaður á Seltjarnarnesi og fyrrverandi garðyrkjustjóri til fjölda ára, fékk bæinn til að gera trönurnar á sínum tíma eftir að gömlu trönurnar voru barðar niður fyrir misskilning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert