Ný kynslóð á vinnumarkaði vill hafa mörg verkefni í gangi en staldrar styttra við

Ný kynslóð er ekki viðkvæm fyrir því að upplýsingar um …
Ný kynslóð er ekki viðkvæm fyrir því að upplýsingar um hana birtist á netinu. mbl.is/Golli

Nú þegar ný kynslóð sem alist hefur upp í heimi samskiptamiðlunar kemur inn á vinnumarkaðinn þurfa stjórnendur að leita breyttra leiða í starfsmannahaldi og mannauðsstjórnun.

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum, hefur kynnt sér svokallaða C-kynslóð sem alist hefur upp við tækni þar sem mikið af samskiptum fer fram í gegnum tölvur og snjallsíma sem eru alltaf við höndina.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hún það unga fólk sem komi til starfa hjá símafyrirtækjunum frábæra starfsmenn sem skili sínu en að það vinni öðruvísi. „Þau lifa lífinu hálfpartinn í gegnum samskiptamiðlana og hafa alltaf allt fyrir framan sig,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert