Eldhúsdagur á Alþingi

Þingmenn við eldhúsdagsumræður í fyrra.
Þingmenn við eldhúsdagsumræður í fyrra. mbl.is/Kristinn

Almennar stjórnmálaumræður, eða svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram í kvöld. Umræður hefjast klukkan 19:50. Engin eldamennska fer þó fram á „eldhúsdeginum“. Í skrifum Guðrúnar Kvaran á Vísindavefnum má sjá að orðið eldhúsdagur hefur nokkrar merkingar. Í tilfelli þingfundar kvöldsins er um sambærilega merkingu að ræða og þegar menn „gerðu sér eldhúsdag“ og var sá dagur þá nýttur til þess að gera hreint í eldhúsinu, en einnig annars staðar í vistarverum, ganga frá ýmsu sem dregist hafði að koma fyrir. 

Þannig er eldhúsdagurinn á þingi nýttur til að „fara yfir það sem gera þarf eða lent hefur útundan af einhverjum ástæðum“ að sögn Guðrúnar, og má því segja að um eins konar tiltekt sé að ræða. 

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur tíu mínútur í fyrstu umferð, sex mínútur í annarri og sex mínútur síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum:

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar.

Helgi Hjörvar verður fyrsti maður í pontu í kvöld.
Helgi Hjörvar verður fyrsti maður í pontu í kvöld. mbl.is/Ómar

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna tala Helgi Hjörvar, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, í annarri Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurkjördæmis, og í þeirri þriðju, Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, Unnur Brá Konráðsdóttir, 4. þm. Suðurkjördæmis, í annarri umferð, en í þriðju umferð Brynjar Níelsson, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, Lilja Rafney Magnúsdóttir, 8. þm. Norðvesturkjördæmis, í annarri, en í þriðju umferð Andrés Ingi Jónsson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Róbert Marshall, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Brynhildur Pétursdóttir, 10. þm. Norðausturkjördæmis, en í þriðju umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert