Göngumenn á Esju fundnir

mbl.is/Þórður

Göngumennirnir tveir sem leitað var á Esju fyrr í morgun eru nú fundnir og komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar á leið á Landspítalann.

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðar út til að leita mannanna, sem höfðu sam­band við Neyðarlínu og óskuðu eft­ir aðstoð. 

Fljótlega eftir að leit hófst vaknaði grunur um að þeir væru í Gunnlaugsskarði og voru því björgunarmenn sendir þangað. Í ljós kom að mennirnir voru í sjálfheldu við klettabelti í skarðinu. Ófært var að klifra að þeim að neðan svo björgunarmenn sóttu ofan frá en einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin á staðinn til að hífa mennina upp.

Lé­legt síma­sam­band var við menn­ina svo sam­skipti fóru fram með sms skilaboðum, og gátu þeir þannig tilkynnt björgunarsveitarmönnum þegar þeir sáu til þeirra. Þá var þyrlunni beint að þeim og eru þeir nú komnir um borð.

Mennirnir eru mjög þreyttir og slæptir og hafa verið á göngu í 10-11 klukkustundir. Þeir verða því fluttir á Landspítalann til aðhlynningar. 

Frétt mbl.is: Leita að mönnum á Esjunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert