Helgi Hrafn og Ritvélar Framtíðarinnar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata í pontu. Mynd úr safni.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata í pontu. Mynd úr safni.

Helgi Hrafn Gunnarsson fór yfir þau mál sem Píratar hefðu lagt fram á Alþingi á þinginu sem er að líða. Hann gagnrýndi jafnfram fundarstjórn forseta og að þingmenn hefðu takmörkuð tól til að gagnrýna störf þingsins og að málþófið væri í rauninni það eina.

Málþóf er raunverulegt og kerfislægt vandamál, sagði Helgi Hrafn. “Forseti, verið verðum að horfast í augu við það að við treystum ekki hvorum öðrum,“ sagði Helgi Hrafn og beindi orðum sínum að þingforseta.

Hann sagði að meðan þingmenn ætluðu að láta eins og börn í frekjukasti þá væri rétt að líta svo á að það væri yfirvald til staðar sem gæti útkljáð deilur þingmanna, rétt eins og deilur barna. Það væri íslenska þjóðin. Hann lauk ræðu sinni með því að vitna í Jónas Sigurðsson og Ritvélag Framtíðarinnar með tilþrifum:

„Hleypið mér út úr þessu partýi,

hér er allt í steik.

Hleypið mér út úr þessum flókna látbragðsleik

sem endar hvergi eins og Góði dátinn Svejk.

Hleypið mér út með rakettureyk.

Með rakettureyk.

Það er ekki auðvelt að vera fastur í þessu paranormalíseraða partýi,

Við erum eins og hótel og gestir okkar eru hugmyndir allra hinna.

Einar fara og aðrar koma síðar í dag

og alltaf bætast nýjar ranghugmyndir í skörðin.

Við rembumst við að lána pening,

fyrir aðra,

til að keyra áfram neysluna.

Og til að kaupa nýja hluti,

fyrir aðra,

til ýta undir þensluna.

Svo þessi endalausa vinna,

fyrir aðra,

til að borga fyrir veisluna.

Og aldrei kemurðu upp úr til að anda.

Nú stendur einhver upp í salnum og segir:

„En lífið er bara svo flókið!“

Ég segi nei!

Nú hringir einhver inn í þáttinn og segir:

„Maður verður að vera raunsær“

Ég segi nei!

„Maður verður að passa sig að gera ekki mistök til að falla ekki í áliti hinna“

Nei!

Ég hef fengið nóg af þessu rugli.

Tökum þetta upp á annað plan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert