„Hér varð hrun“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í þingsal. Mynd úr safni.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í þingsal. Mynd úr safni. mbl.is/Rósa Braga

„Hér varð hrun,“ sagði Brynjar Níelsson í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnirnar eftir hrun hafa staðið sig vel, bæði ríkisstjórn Geirs Haarde og Jóhönnu Sigurðardóttur. Og núverandi ríkisstjórn hafi líka staðið sig vel. „En tiltrúin minnkar alltaf.“

Hann sagði minni- og meirihluta eiga að tala saman, en að þingmenn yrðu að bæta sig sjálfir.

Andrés Ingi Jónsson sagði mikilvægasta hlutverk allra þeirra sem stunda stjórnmál vera að hlusta. Hann gerði kvennabyltinguna að umtalsefni sínu, byltingu kennda við #freethenipple. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hvað „hrelliklám“ væri útbreiddur vandi. Hann fylltist stolti þegar þúsundir kvenna stóðu saman, fastar fyrir og óhræddar. „Forseti, við megum öll vera stolt af þeim.“

Hann fjallaði líka um síðustu og nýjustu byltinguna, þar sem konur opnuðu sig um kynferðisofbeldi sem þær hefðu orðið fyrir. Honum leið eins og náttúruhamfarir hefðu orðið, en að viðbrögðin hafi staðið á sér. Hann sagði milljörðum varið til að verjast snjóflóðum, en peningarnir væri af skornum skammti þegar þeim ætti að verja til fórnarlamba kynferðisofbeldis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert