Jarðskjálftarnir í beinni

Skjáskot af skelfir.is

Á vefsíðunni skelfir.is er hægt að fylgjast með jarðskjálftum í beinni þegar þeir koma inn í tölvukerfi Veðurstofunnar. Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Reykjaneshrygginn í gærkvöldi og í dag.

„Við getum ekki útilokað að það komi upp kvika og það verði smá gos,“ segir Kristín Jónsdóttir fag­stjóri jarðskjálfta­vár hjá Veður­stofu Íslands, um jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir á Reykjanesskaga frá því í gærkvöldi. 

Skjálfta­hrin­an hófst um klukk­an 21 í gær­kvöldi og stend­ur enn. Stærsti skjálft­inn mæld­ist 5 að stærð klukk­an 02:25 í nótt en alls hafa á þriðja hundrað skjálft­ar mælst síðan hrin­an hófst. Kristín segir hrinur sem þessa ekki óalgengar á þessu svæði, þar sem flekaskil eru staðsett þar.

Frétt mbl.is: Geta ekki útilokað gos

Frétt mbl.is: Stærsti skjálftinn 5 að stærð

Frétt mbl.is: Tvö hundruð skjálftar mælst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert