Leiðsögumenn undirrita samning

Leiðsögumenn sömdu til 2019.
Leiðsögumenn sömdu til 2019. mbl.is/Jónas Erlendsson

Félag leiðsögumanna og Samtök atvinnulífsins undirrituðu kjarasamning hjá ríkissáttasemjara rétt fyrir kl. 19 í kvöld. Samningurinn gildir til 31. desember 2018.

Snorri Ingason, formaður samninganefndar Félags leiðsögumanna, sagði að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum á sunnudagskvöld. Í kjölfarið verður gengið til kosninga um hann, en gert er ráð fyrir að úrslit þeirra muni liggja fyrir um miðjan mánuð.

„Við komumst á veg með hluta þess en ekki allt saman. Það er fleira sem þarf að ræða í samvinnu seinna meir, en eins og staðan er núna getum við verið nokkuð sátt með þær breytingar sem náðust,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist myndu hvetja félagsmenn til að samþykkja samninginn.

Frétt mbl.is: Leiðsögumenn kjósa um verkfallsboðun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert