Liðsandi í ljósmyndakeppni

Vinnuhópur tíunda bekkjar Breiðholtsskóla sigraði í hópmyndakeppni, öðrum hluta ljósmyndakeppni á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur.

Vinnuskólinn efndi til ljósmyndakeppni meðal vinnuhópa skólans. „Það eru tvær keppnir í gangi, annars vegar senda krakkarnir myndir af sér, hópmyndir eða annað skemmtilegt, hins vegar senda þeir myndir af beðum sem þeir hafa tekið sérstaklega í gegn,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri vinnuskólans. Niðurstöðurnar í síðarnefndu keppninni eru þó ekki ljósar. Magnús segir þátttökuna í keppnunum hafa verið góða, en vinnuhóparnir keppa saman og segir Magnús nemendur vinnuskólans vera mjög áhugasama. Margar skemmtilegar myndir hafa borist enda til mikils að vinna en vinningsliðið fær köku og mjólk í kaffipásunni sinni í vinnuskólanum.

Annað sætið í hópmyndakeppninni hlaut tíundi bekkur Fossvogsskóla en níundi bekkur Seljaskóla hreppti það þriðja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert