Bílvelta í Hafnarfirði

Frá slysstað.
Frá slysstað.

Mikil umferðarteppa hefur skapast á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar standa við Hlíðartorg, hringtorg skammt frá Lækjarskóla, að sögn blaðamanns mbl.is á vettvangi og virðist sem um umferðaróhapp sé að ræða.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu en fréttin verður uppfærð.

Uppfært 19:25

Að sögn lögreglu var um bílveltu að ræða. Bíll með ökumanni og tveimur farþegum innanborðs valt á hliðina en komust þeir allir út af sjálfsdáðum. Enginn virðist hafa slasast í slysinu og er litið á það sem minniháttar að sögn lögreglu. 

Löng bílalest hefur myndast á Reykjanesbrautinni.
Löng bílalest hefur myndast á Reykjanesbrautinni.
Frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
Frá Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert