Bjart á laugardag, skýjað á sunnudag

Veðurspáin klukkan 12 á laugardag.
Veðurspáin klukkan 12 á laugardag. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Bjart verður yfir landinu á laugardaginn. Víðast á Norðurlandi og á suðvesturhorninu verður heiðskírt eða léttskýjað og hálfskýjað annars staðar. Um kvöldið fer að draga fyrir sólina og skýjað verður á nánast öllu landinu á sunnudag.

Á morgun, föstudag, verður hálfskýjað á Vesturlandi og Norðurlandi. Á Austurlandi verður víðast skýjað og jafnvel einhver þoka. Hitinn verður um 8 stig á Austurlandi en allt að 14 stig á Vesturlandi. 

Einhver væta verður á Austur- og Suðausturlandi seinni part sunnudags. Hitinn fer upp í allt að 19 stig á laugardaginn á höfuðborgarsvæðinu en 16 stig á Norðurlandi. Annars staðar verður hitinn á bilinu 10-15 stig.

Á sunnudag þegar skýjað verður á landinu verður örlítið kaldara. Þá verður hitinn mestur á höfuðborgarsvæðinu 16 stig en 15 stig á Norðurlandi. Annars staðar verður hitinn um 10 stig.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert