Er raunhæft að leggja léttlestir?

Léttlesta- eða hraðvagnakerfi verður byggt upp á höfuðborgarsvæðinu á næstu áratugum. Mikill munur er á kostnaði við framkvæmdirnar en kostnaður við samgöngubætur fer iðulega langt fram úr áætlunum. mbl.is ræddi við nokkra sérfræðinga um framkvæmdirnar og af hverju sé verið að skoða dýrari kostinn.

Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur skoðað kostnað við opinberar framkvæmdir hér á landi á undanförnum áratugum og hann segir yfirgnæfandi líkur á að slíkar framkvæmdir verði mun dýrari en lagt var með í upphafi. Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, bendir á að rannsóknir gefi til kynna að samgönguframkvæmdir séu líklegri til að fara fram úr kostnaði en aðrar framkvæmdir.

Meginástæðan fyrir því að verið er að skoða léttlestarkerfi er að sögn Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra sú að þá sé hægt að skipuleggja borgina með ákveðnari hætti þannig að fjárfestar geti treyst því að byggja upp nálægt samgönguásum. Þá segir Guðmundur Kristján Jónsson, útskriftarnemi í skipulagsfræðum, að magnflutningar líkt og hægt sé að framkvæma með léttlestarkerfi verði eftir sem áður nauðsynlegir þó tækniframfarir, á borð við sjálfakandi bíla, eigi eftir að gjörbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í náinni framtíð. 

Rætt er við alla viðmælendurna í myndskeiðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert