Færri sólskinsstundir og hitastig lágt í júní

Sólskinsstundir voru færri en í meðallagi í júní, líka í …
Sólskinsstundir voru færri en í meðallagi í júní, líka í Nauthólsvík þar sem þessar stúlkur undu sér við leik undir geislum sólarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hiti í júnímánuði var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Minnst var vikið í Skaftafelli, þar sem meðalhiti mánaðarins var 0,8 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára, en það mesta á Laufbala, þar sem hiti var fjórum stigum undir meðaltali síðastliðins áratugar.

Hæsti hiti í mánuðinum á mannaðri stöð mældist 21,8 stig í Stafholtsey hinn 28. júní. Mánaðarmeðalhiti í Reykjavík mældist 9,1 stig í júnímánuði, 0,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir mældust 193,1 sem er sjö stundum undir meðallagi sl. áratugs.

Á Akureyri var mánaðarmeðalhitinn 8,8 stig, 0,4 stigum undir meðallagi 1961 til 1990 en 1,3 undir meðallagi síðustu tíu ára. Þar mældust sólskinsstundir 161,1 sem er 44 stundum undir meðallagi sl. áratugs, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert