Tekinn með þýfi eftir innbrot í bíl

mbl.is/Sigurður Bogi

Tilkynnt var um innbrot í bifreið við Skipholt á fjórða tímanum í nótt. Ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn á vettvangi og var hann með muni sem hann hafði stolið úr bifreiðinni. Maðurinn er vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.

Þá var ölvaður maður handtekinn við Þórsgötu rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn vildi ekki aðspurður á vettvangi gefa lögreglumönnum upp nafn eða kennitölu. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnar og hægt verður að ræða við hann.

Klukkan níu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af manni á heimili í Grafarvogi vegna gruns um fíkniefnabrot. Maðurinn framvísaði ætluðum fíkniefnum.

Um klukkan hálft tíu var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Hraunbæ grunaður um líkamsárás eða heimilisofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu.

Þá voru fjórir öku­menn stöðvaðir, grunaðir um akst­ur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, í höfuðborginni í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert