Umferðarmet var slegið í júní

Umferðin á hringveginum hefur aldrei áður verið meiri en í …
Umferðin á hringveginum hefur aldrei áður verið meiri en í nýliðnum júnímánuði. mbl.is/Styrmir Kári

„Umferð í nýliðnum júnímánuði jókst mikið miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 4,6% og var nýtt met slegið í umferðinni um hringveginn í sama mánuði, þ.e.a.s. aldrei hafa fleiri ekið um hringveginn í júnímánuði fram til þessa.“

Þetta segir í umfjöllun á vefsíðu Vegagerðarinnar um umferðina á hringveginum að undanförnu. Er þetta þriðja árið í röð þar sem umferð eykst á milli ára í júnímánuði. Umferð jókst mest um mælisnið á Austurlandi eða 11% en minnst um Suðurland eða 1,9%.

Þá hefur umferðin á hringveginum á þessu ári aukist um 2,2 prósent sem er minni aukning en í fyrra. Er aukningin áberandi minnst á Suðurlandi, að því er fram kemur í umfjöllun um umferðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert