Þyrla sótti örmagna ferðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti örmagna ferðamann í Þjófadali vestan við Hveravelli um hádegi og flytur hann nú á Landspítalann. Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar af Suður- og Norður­landi hugðust sækja manninn fyrr í dag, en komust ekki að honum vegna lélegrar færðar.

Óskað var eft­ir aðstoð vegna manns­ins eldsnemma í morg­un og voru björgunarsveitarmenn mættir á svæðið um klukkan 10. Þar sem færð og aðstæður á há­lend­inu eru með erfiðara móti var ákveðið að sækja að staðnum frá tveim­ur átt­um. 

Þegar staðsetning mannsins var orðin ljós hugðust björgunarsveitarmenn sækja hann, en fjórhjól þeirra festust í krapa og drullu á leiðinni og var þyrla Landhelgisgæslunnar því kölluð til. Björgunaraðgerðirnar gengu hægt, en maðurinn er nú kominn um borð í þyrluna samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Frétt mbl.is: Sækja örmagna ferðamann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert