36 gráðu hiti - því miður á biluðum mæli

Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Á vef Veðurstofu Íslands mátti sjá heldur óvenjulegar hitatölur. Á Sandbúðum mældist hiti 36,2°. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hins vegar augljóslega um bilun að ræða. Sami mælir sýndi -2,2° á sama stað í dag.

Veðurvefur mbl.is

„Það kemur stundum með þessar sjálfvirku stöðvar eitthvað rugl inn, en þá leynir það sér yfirleitt ekki,“ segir Haraldur, sem er svipaður hiti og var á Heathrow í gær, en hitabylgja gengur núna yfir Evrópu. „Maður sér þetta alloft, að sjálfvirkar stöðvar sýni svona, en það er enginn sem trúir svona.“

Hefði hitinn hins vegar farið í 36,2° hefði verið um hitamet að ræða á Íslandi. „Hitametið er 30,5° og var sett árið 1939 á Teigarhorni,“ segir Haraldur. „Það er dálítið síðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert