Frjókornatala lægri í Garðabæ en í fyrra

Frjókornamælingar fara fram í Urriðaholti í Garðabæ.
Frjókornamælingar fara fram í Urriðaholti í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarfrjótala hefur aðeins einu sinni mælst lægri í júní í Urriðaholti í Garðabæ en í ár frá því að mælingar hófust árið 2011, það er árið 2012.

Heildarfrjótala mældist 949 frjó á fermetra en meðalfrjótala í júní árin 2011 til 2014 er 1.589 frjó á fermetra.

Aðra sögu er að segja um niðurstöðu mælinga á Akureyri en þar mældist heildarfrjótala 1.151 frjó á fermetra sem er vel yfir meðaltali áranna 1998 til 2014 þar sem meðalfrjótala í júní er 671 frjó á fermetra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofu Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert