„Getur örugglega farið í 20 stig“

Svona verður veðrið kl. 12 á morgun, laugardag.
Svona verður veðrið kl. 12 á morgun, laugardag. Skjáskot/Veðurstofan

„Veður verður fínt í raun og veru um allt land,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. „Svolítið skýjað í dag en léttir til í innsveitum, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Það léttir víða til á morgun en það er alltaf von á einhverri smá þokusúld við norður og austurströndina þar sem sjórinn er kaldur.“

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Margir leggja land undir fót um helgina og fjölmargir viðburðir haldnir. Elín vill ekki benda á einhvern ákveðinn stað þar sem veður verður best. „Það er hægt að vera alls staðar. Veðrið ætti að vera mjög fínt um allt land á morgun og það er að megninu til jafn gott alls staðar í dag líka. Við erum í hægum vindi og meinlausu veðri.

Helgarveðrið ætti því almennt að vera ágætt og vonandi lætur sólin sjá sig. „Gæti verið víða á morgun mjög bjart og fínt, sérstaklega inn til landsins og hitinn er á bilinu 10-18 stig. Getur örugglega farið í 20 stig þar sem er gott skjól og sólin nær að skína.

Engum ætti að leiðast um helgina

Veður verður rólegt og gott um helgina.
Veður verður rólegt og gott um helgina. mbl.is/KRISTINN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert