Hafnsögumenn undirbúa aðgerðir

Hafnsögubáturinn Jötunn í Reykjavíkurhöfn.
Hafnsögubáturinn Jötunn í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hafnsögumenn, allir aðrir en hjá Faxaflóahöfnum, eru farnir að undirbúa aðgerðir til að þrýsta á um betri kjör. Er stefnt að aðgerðum í byrjun ágústmánaðar, hafi samningar ekki tekist við sveitarfélögin.

Aðgerðirnar myndu t.d. þýða að ekkert yrði af komum skemmtiferðaskipa til hafna á landsbyggðinni og í Hafnarfirði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Illa hefur gengið í viðræðum Félags skipstjórnarmanna við Samband íslenskra sveitarfélaga. Vilja hafnsögumenn fá svipaðan samning og kollegar þeirra hjá Faxaflóahöfnum eru með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert