Kjósa um kjarasamning Samiðnar

Iðnaðarmenn að störfum.
Iðnaðarmenn að störfum.

Kosning er hafin um kjarasamning Samiðnar, sambands iðnfélaga, við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir 22. júní. Frá þessu greinir á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Kosningin er rafræn og voru kjörgögn póstlögð til félagsmanna á kjörskrá fyrr í vikunni og eru því að berast þeim þessa dagana.

Felli félagsmenn samninginn mun koma til verkfalla 6. september. Verði hann samþykktur gildir hann til loka árs 2018. 

„Mikilvægt er að góð þátttaka verði í kosningunni þannig að vilji félagsmanna sé skýr, ekki síst ef niðurstaðan verður sú að félagsmenn telji að sækja eigi meira en kjarasamningarnir gera ráð fyrir. Félagsmenn eru því hvattir til að nýta atkvæðarétt sinn og láta afstöðu sína í ljós,“ segir á vef verkalýðsfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert