Lendir sennilega á ríkinu

Í Vaðlaheiðargöngum.
Í Vaðlaheiðargöngum.

„Það var alveg skýrt að verið var að taka áhættu, með þessum umbúnaði, á því að ríkið þyrfti að koma að verkefninu. Líkurnar hafa aukist á því að það endi þannig, þó að við sjáum ekki fyrir endann á því hvernig úr spilast.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um það hvort gert sé ráð fyrir því að ríkið muni þurfa að leggja fjármuni til Vaðlaheiðarganga, en kostnaður vegna þeirra stefnir í að fara 1.500 milljónum fram úr áætlun.

Í Morgunblaðinu í dag bætir Bjarni við að ekki hafi verið hægt að taka verkefnið fram fyrir samgönguáætlun, vegna þess að verkefnið átti að vera sjálfbært, og á sama tíma ábyrgjast umframkostnað og tafir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert