Meiri líkur á jarðskjálftum á Hellisheiði

Frá Hellisheiðarvirkjun.
Frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Orkuveita Reykjavíkur gangsetur hitaveitustöð á Húsmúlasvæði á Hellisheiði í dag og á meðan á því stendur eru auknar líkur á jarðskjálftavirkni á svæðinu, að því er kemur fram á facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Búist er við að aðgerðunum ljúki fyrir kvöldið.

Breytingar verða á niðurrennsli í dag þegar varmastöð verður gangsett eftir rekstrarstopp, að því er segir í tilkynningunni. Við það lækkar hitastig skiljuvatns í niðurrennslisveitu um ca. 50°C, rennsli í niðurrennslisholur í Húsmúla og Gráuhnúkum eykst og losun í yfirfall stöðvast. Á meðan á þessu stendur eru auknar líkur á skjálftavirkni á niðurdælingarsvæðunum.

Mun aðgerðum ljúka í dag. Unnið er eftir verklagi við breytingar í niðurrennsli virkjunarinnar og aðgerðum stýrt til að lágmarka hættu á að skjálftar finnist í byggð.

Við viljum vekja athygli á eftirfarandi:Orkuveitan, sveitarstjórnir, lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnadeild...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Friday, 3 July 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert