Rök fyrir endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Rósa Braga

Rök eru fyrir endurupptöku á máli Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þetta er álit Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts ríkissaksóknara í málinu og kemur fram á vef RÚV.

Hann hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til að taka aftur upp mál Guðjóns Skarphéðinssonar en ekki í máli Erlu Bolladóttur.

Settur saksóknari skilaði 1. júní áliti sínu til endurupptökunefndar í málum Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert