Sorpið sótt á 14 daga fresti

Lengra mun líða milli þess sem sorptunnur verða losaðar.
Lengra mun líða milli þess sem sorptunnur verða losaðar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þann 1. október eru fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu í Reykjavík. Kynnt verður til sögunnar græn tunna undir plast og gefst borgarbúum kostur á að fá tunnuna fyrir 4.800 krónur á ári.

Breytingar á tíðni sorphirðunnar taka gildi um áramótin. Verður almennt heimilissorp þá sótt á 14 daga fresti í stað tíu daga. Pappírstunnur verða tæmdar á 28 daga fresti en ekki 20. hvern dag, græna tunnan verður tæmd á 28 daga fresti og spartunna verður tæmd á 14 daga fresti í stað þess að vera tæmd 10. hvern dag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að 20% heimilissorps séu plast og við breytingarnar skapist rúmmál í gráum tunnum upp á 27%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert