Verðmætum stolið úr bifreið við útför í Árbæjarkirkju

Brotist var inn í bifreiðina meðan á útför stóð.
Brotist var inn í bifreiðina meðan á útför stóð. Ljósmynd/Þór Hauksson

Brotist var inn í bifreið á bílaplani við Árbæjarkirkju 1. júlí. Innbrotið var framið meðan á útför stóð en nokkur verðmæti voru numin á brott.

„Útförin var klukkan eitt og í kjölfarið var farið í kirkjugarðinn. Við komum til erfidrykkju í kirkjunni um klukkan hálfþrjú en eftir hana, um fjögurleytið, rak einn gestanna augun í að rúða hafði verið brotin í bíl á bílaplaninu og búið að hrifsa burtu tvö veski. Þjófarnir hafa leitað að verðmætum í bílunum, fundið sér grjót og hent því í gegnum rúðuna,“ segir Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, en í veskjunum voru bæði peningaveski og spjaldtölva.

Þór segir gestina hafa orðið fyrir nokkru áfalli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert