Sumarveðrið tætti í sig húsbíl

Framhlið húsbílsins rifnaði af í roki í Öræfum.
Framhlið húsbílsins rifnaði af í roki í Öræfum. Skjáskot úr myndbandinu

Kanadísk hjón með þrjú börn sluppu með skrámur eftir að íslensk „sumarblíða“ splundraði húsbíl sem þau óku um Öræfi. Í myndbandi sem slysavarnafélagið Landsbjörg birtir á Facebook-síðu sinni má sjá hvernig brak og persónulegir munir fólksins lágu út um allt eftir að framhluti bílsins fauk af.

Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Kára í Öræfum og Björgunarfélagi Akraness aðstoðuðu fólkið á bryndrekum. Á Facebook-síðu Landsbjargar kemur fram að ekki hafi verið alveg hættulaust að sækja persónulegar eigur fólksins sem lágu á víð og dreif, því að fljúgandi brak og skúmar hafi gert sitt besta til þess að granda björgunarsveitarmönnunum.

Húsbílaslys eru dálítið eins og flugslys; brak á víð og dreif. En náttúran sér sjálf um að "hreinsa" vettvang hér í Öræfum, a.m.k. þegar veðrið er eins og það var í gær. Í þessum bíl voru kanadísk hjón með þrjú ung börn, sem betur fer sluppu þau með skrámur. Það var hins vegar ekki alveg hættulaust að sækja persónulegar eigur þeirra sem lágu á víð og dreif, því fljúgandi brak og skúmar gerðu sitt besta til að granda björgunarmönnum Já, það getur verið líf og fjör í sveitinni...

Posted by Gudmundur Ogmundsson on Wednesday, 1 July 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert