Bág tenging

Sjónvarps- og nettenging í Kolbeinsstaðahreppi í Borgarbyggð er ekki eins …
Sjónvarps- og nettenging í Kolbeinsstaðahreppi í Borgarbyggð er ekki eins og best verður á kosið. mbl.is/Árni Torfason

Borið hefur á lélegri sjónvarps- og nettengingu í Kolbeinsstaðahreppi í Borgarbyggð.

Íbúi í hreppnum sagði við Morgunblaðið að sending ljósmynda með tölvupósti tæki stundum klukkustundir og að sjónvarpsmyndir brengluðust mikið.

Fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. útvegar nettengingu á svæðinu, en samkvæmt alþjónustukvöð Póst- og fjarskiptastofnunar, sem sett var árið 2014, ber fyrirtækinu að sjá dreifbýlum svæðum landsins fyrir lágmarksnettengingu. „Okkur er gert að veita ákveðið lágmarkssamband. Oft er ekki hægt að bjóða háhraðasamband í dreifbýlinu,“ segir Sigurrós Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri Mílu í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert