Big Kahuna Kappát á Prikinu

Prikið stóð fyrir árlegum stórviðburði í dag, Big Kahuna keppninni, sjöunda árið í röð. Keppt er í tímatöku á stærsta hamborgara Priksins, Big Kahuna. Borgarinn er engin smásmíði, en um er að ræða tvöfaldan hamborgara með skinku, osti, beikoni pepperoni, hamborgarasósu, káli, lauk og tómötum. Hann er borinn fram með slatta af frönskum og svokölluðum 5 dollara mjólkurhristingi sem inniheldur súkkalaðikökubita og meira gúmmelaði. Máltíðin vegur um eitt og hálft kíló.

Reglurnar í keppninni eru einfaldar. Sá sem er fyrstur til að klára af disknum sigrar og hlýtur að launum tíu Big Kahuna-máltíðir og Kahuna-farandbikarinn með sér heim til varðveislu næsta árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert