Ekki gert ráð fyrir stækkun Hólmsheiðarfangelsis

Áætlað er að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í notkun …
Áætlað er að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í notkun í byrjun næsta mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að hægt yrði að stækka fangelsið á Hólmsheiði, þegar ráðist var í byggingu þess.

Gert er ráð fyrir 36 nýjum plássum á Hólmsheiði en þess í stað verður Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg lokað en þau rúma samtals 20 fanga.

„Það var ekki pólitískur áhugi fyrir því að stækka fangelsið eða gera ráð fyrir stækkunarmöguleikanum,“ segir Páll í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og bætir því við að Fangelsismálastofnun hafi gert grein fyrir möguleika á stækkun fangelsisins í undirbúningi framkvæmdanna. Eftirspurn eftir fangelsisplássi hefur aukist á undanförnum árum vegna þyngri refsinga og fleiri dóma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert